— Morgunblaðið/Jim Smart
GOSPELSYSTUR Reykjavíkur önnuðust dagskrá Menningarhornsins svokallaða í gær á Barnaspítala Hringsins, sem er fastur liður í starfsemi spítalans í hádeginu á miðvikudögum í anddyrinu. Þetta var í 15.
GOSPELSYSTUR Reykjavíkur önnuðust dagskrá Menningarhornsins svokallaða í gær á Barnaspítala Hringsins, sem er fastur liður í starfsemi spítalans í hádeginu á miðvikudögum í anddyrinu. Þetta var í 15. skiptið sem listamenn skemmtu í Menningarhorninu og var mjög vel mætt af hálfu sjúklinga, aðstandenda og starfsfólks spítalans. Gospelsystur sungu íslensk lög og negrasálma undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur og undirleik annaðist Ástríður Haraldsdóttir.

Næstkomandi miðvikudag verður tónlistaratriði frá Tónmenntaskóla Reykjavíkur en samkvæmt samkomulagi við spítalann senda tónlistarskólar fulltrúa sína í Menningarhornið á miðvikudögum.