PERSÓNUVERND hefur úrskurðað miðlun mynda af kynlífsathöfnum þriggja ungmenna í sundlaug Bolungarvíkur í ágúst sl. ólöglega.

PERSÓNUVERND hefur úrskurðað miðlun mynda af kynlífsathöfnum þriggja ungmenna í sundlaug Bolungarvíkur í ágúst sl. ólöglega.

Tildrög málsins voru þau að tveir piltar og ein stúlka fóru að næturlagi í heitan pott við sundlaugina og áttu þar ástarleik sem tekinn var upp á myndband með eftirlitsmyndavél við laugina. Myndbandið bar síðan fyrir augu ótilgreinds fjölda fólks í bænum og var kvartað yfir þeirri meðferð. Þess var krafist að myndbandinu yrði eytt og að starfsfólk sundlaugarinnar yrði látið sæta ábyrgð fyrir brot á trúnaðar- og þagnarskyldum sínum.

Ekki var um það deilt að sú rafræna vöktun sem fram færi í sundlauginni væri í öryggis- og eignavörsluskyni og ætti sér því málefnalegan tilgang.

Fór í bága við persónuverndarlög

Persónuvernd taldi á hinn bóginn að miðlun þeirra persónuupplýsinga sem hér um ræddi gæti ekki talist samrýmanleg almennum viðhorfum um það hvað teldist vera sanngjörn notkun persónupplýsinga né yrði komið auga á að hún hefði þjónað málefnalegum tilgangi. Fór umrædd miðlun því í bága við persónuverndarlög.