Ronaldinho
Ronaldinho
RONALDINHO, brasilíski knattspyrnumaðurinn sem leikur með Barcelona, braut kirkjuglugga í bænum Santiago de Compostela í vikunni - með því að spyrna knetti í hann.
RONALDINHO, brasilíski knattspyrnumaðurinn sem leikur með Barcelona, braut kirkjuglugga í bænum Santiago de Compostela í vikunni - með því að spyrna knetti í hann. Ronaldinho var staddur þar vegna upptöku á sjónvarpsauglýsingu og var að reyna erfitt skot, þar sem hann þurfti að stökkva upp og spyrna af krafti. Kirkjan var byggð á þrettándu öld og margir glugganna eru skreyttir og afar verðmætir. Sem betur fór var það ekki einn af þeim sem varð fyrir barðinu á skothörku Ronaldinhos, heldur gluggi með venjulegu gleri, og kostnaðurinn vegna skemmdanna er því óverulegur.