HEIÐAR Davíð Bragason og Magnús Lárusson, kylfingar úr Kili í Mosfellsbæ, léku báðir á 78 höggum á meistaramóti áhugamanna á Spáni sem hófst í gær.

HEIÐAR Davíð Bragason og Magnús Lárusson, kylfingar úr Kili í Mosfellsbæ, léku báðir á 78 höggum á meistaramóti áhugamanna á Spáni sem hófst í gær. Þeir félagar voru báðir 6 yfir pari vallar og á heimasíðu sinni segja þeir að líklega þurfi þeir að leika á pari eða betur til þess að komast í gegnum niðurskurðinn. Magnús fékk þrjá tvöfalda skolla (+2), þrjá skolla, þrjá fugla og níu pör. Heiðar fékk þrefaldan skolla (+3) á einni brautinni, 5 skolla, 2 fugla og 10 pör.

Heiðar og Davíð segja að vindurinn sé í aðalhlutverki þegar líður á daginn á keppnisvellinum en þeir eiga að fara út í síðari ráshóp dagsins í dag. Sergio Garcia vann þetta mót árið 1998 líkt. Darren Clarke frá N-Írlandi vann árið 1990 og Jose Maria Olazabal vann mótið tvívegis.