JAPANSKA ríkisstjórnin ætlar að veita íslenskum háskólanemum styrki til náms í japönsku og japanskri menningu við háskóla í Japan. Hver styrkur heldur gildi sínu í allt að eitt ár frá október 2004.

JAPANSKA ríkisstjórnin ætlar að veita íslenskum háskólanemum styrki til náms í japönsku og japanskri menningu við háskóla í Japan. Hver styrkur heldur gildi sínu í allt að eitt ár frá október 2004. MEXT-ráðuneyti (mennta-, menningar-, íþrótta-, vísinda- og tækni-) japanska ríkisins mun sjá styrkþegum fyrir flugferð báðar leiðir og skólagjöldum, ásamt mánaðarlegum vasapeningum sem nema 135.000 jenum (u.þ.b. 86.400 ISK).

Þessi styrkur verður veittur hverjum þeim sem fædd(ur) er á milli 2. apríl 1974 og 1. apríl 1986 og er skráður í nám í annaðhvort japönsku eða japanskri menningu. Styrkþegi má ekki hafa lokið námi og gert er ráð fyrir að hann haldi áfram námi á Íslandi að Japansdvöl lokinni.

Styrkurinn verður veittur aðila með góða japönskukunnáttu sem getur sýnt fram á góðan námsárangur. Forval á styrkþegum fer fram í sendiráði Japans á Íslandi í samráði við menntamálaráðuneytið á Íslandi.

Umsóknareyðublöð má nálgast í sendiráði Japans á Íslandi. Umsóknum þarf að skila fyrir 29. mars nk. Eftir forval verða valdir umsækjendur boðaðir í viðtal í sendiráði Japans á Íslandi í byrjun apríl nk.

Nánari upplýsingar má fá hjá sendiráði Japans á Íslandi.