Árleg haustsýning Hundaræktarfélags Íslands verður haldin um helgina, 5., 6. og 7. mars, í reiðhöll Gusts í Kópavogi. Alls verða sýndir á fimmta hundrað hundar. Sýningin hefst á morgun, föstudag, kl. 16.
Árleg haustsýning Hundaræktarfélags Íslands verður haldin um helgina, 5., 6. og 7. mars, í reiðhöll Gusts í Kópavogi. Alls verða sýndir á fimmta hundrað hundar. Sýningin hefst á morgun, föstudag, kl. 16.30 og verða sýndir hvolpar af mörgum tegundum fram eftir kvöldi. Dómarar verða að þessu sinni, Elke Peper frá Þýskalandi og Ove Germundsson frá Svíþjóð. Auk þess sem tveir íslenskir dómarar, Guðrún R. Guðjohnsen og Sigríður Pétursdóttir, dæma á sýningunni.

Á laugardag og á sunnudag hefst sýningin kl. 9. Á laugardag verða vinnu- og veiðihundar sýndir auk íslenskra fjárhunda. Á sunnudag verða ýmsir smáhundar áberandi og jafnframt verða sýndir fuglahundar auk smala- og fjárhunda.

Um kl. 15.30 á sunnudag hefjast úrslit sýningar og verður þá m.a. valinn besti ræktunarhópur, besti öldungur auk þess sem besti hundur sýningar verður valinn.