ÍSLENSKA óperan býður upp á stefnumót við listamenn að lokinni sýningu á Brúðkaupi Fígarós í kvöld. Sýningin hefst kl. 20 og lýkur um kl. 23. Strax að lokinni sýningunni munu óperulistamennirnir taka þátt í stuttu spjalli við gesti.
ÍSLENSKA óperan býður upp á stefnumót við listamenn að lokinni sýningu á Brúðkaupi Fígarós í kvöld. Sýningin hefst kl. 20 og lýkur um kl. 23. Strax að lokinni sýningunni munu óperulistamennirnir taka þátt í stuttu spjalli við gesti. Söngvararnir Bergþór Pálsson og Sesselja Kristjánsdóttir sitja fyrir svörum, ásamt leikstjóranum, Ingólfi Níelsi Árnasyni, og aðstoðarhljómsveitarstjóranum, Kurt Kopecky, sem jafnframt er tónlistarstjóri Íslensku óperunnar.