Loksins "eðlilegt" verð VIÐ finnum okkur knúin til að stinga niður penna þegar veitingahús ríður á vaðið og setur eðlilegt verð, sem við leyfum okkur að kalla svo, á bjór úr krana. Það var svo sannarlega tími til kominn.

Loksins "eðlilegt" verð

VIÐ finnum okkur knúin til að stinga niður penna þegar veitingahús ríður á vaðið og setur eðlilegt verð, sem við leyfum okkur að kalla svo, á bjór úr krana. Það var svo sannarlega tími til kominn.

Veitingahús það sem um ræðir er TGI Friday's í Smáralindinni. Það hefur tíðkast víðast hvar á veitingahúsum að rukka fyrir hálfan lítra kranabjórs eitthvað um og yfir 600 krónurnar. Á Friday's hefur blaðinu verið snúið við og er nú verð á slíkum bjór orðið 350 krónur. Nei, þetta er ekki prentvilla! Nýlegur framkvæmdastjóri staðarins, Ævar Olsen, hefur tekið veitingastaðinn í gegn að öðru leyti og gert gagngerar breytingar á matseðli, þjónustu og viðmóti, allt til hins betra. Við höfum lengi vanið komur okkar á Friday's og tókum eftir þessum góðu breytingum í desember síðastliðnum með þjónustuna og svo nýlega með þennan glæsilega matseðil og áður óþekkt bjórverð. Sama gildir einnig um vín hússins; glas af hvítu eða rauðu er á 450 krónur en flaskan á 1.800 krónur. Þetta finnst okkur að önnur veitingahús ættu að taka sér til fyrirmyndar.

Þorsteinn og Sesselja.

Heimahjúkrunarmálið

ÉG vil lýsa yfir ánægju minni með það að Alhjúkrun og sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðingar skyldu ekki ganga í störf þeirra hjúkrunarfræðinga í heimahjúkrun sem sagt var upp samningi við. Finnst þetta ganga inn á siðareglur hjúkrunarkvenna. Eins finnst mér Þórunn Ólafsdóttir, hjúkrunarforstjóri heimahjúkrunar, ekki standa sig sem skyldi í þessu máli. Ég vil lýsa yfir stuðningi mínum við þær sem sagt var upp.

Ingibjörg Stefánsdóttir.

Bestu þakkir

BESTU þakkir til Bernhöftsbakarís fyrir að senda afmæliskringlu til dóttur okkar 28. janúar sl. á sólardegi Siglfirðinga. Frábær þjónusta. Takk fyrir.

Gréta í Njarðvík.

Svart veski týndist

SVART veski glataðist aðfaranótt sunnudagsins 28. febrúar í miðbænum nálægt skemmtistaðunum Nelly's. Ýmsir munir voru í því og meðal annars gsm-síminn minn sem er sárt saknað. Finnandi er beðinn um að hafa samband í síma 5531553. Lára.

Lyklar týndust

LYKLAR týndust nálægt Nóatúni 18 þriðjudaginn 25. febrúar. Skilvís finnandi hafi samband í síma 8933036. Fundarlaun.

Dinda er týnd

DINDA er grábröndótt læða, ómerkt og smávaxin. Hún týndist í Hólahverfi aðfaranótt 29. febrúar. Þeir sem hafa orðið varir við hana vinsamlega hafi samband í síma 8614595 eða 8610366.