28. apríl 2004 | Íþróttir | 284 orð

Stjarnan landaði þrennunni

STJARNAN úr Garðabæ varð í gær Íslandsmeistari í blaki karla en liðið lagði HK öðru sinn í úrslitum Íslandsmótsins í gær. Leikur liðanna stóð yfir í klukkustund og vann Stjarnan allar þrjár hrinurnar.
STJARNAN úr Garðabæ varð í gær Íslandsmeistari í blaki karla en liðið lagði HK öðru sinn í úrslitum Íslandsmótsins í gær. Leikur liðanna stóð yfir í klukkustund og vann Stjarnan allar þrjár hrinurnar.

Fyrri leikur liðanna endaði með sigri Stjörnunnar, 3:1, en HK hefur ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn frá árinu 1995.

Stjarnan varði þar með titilinn sem liðið vann í fyrsta sinn í sögu félagsins í fyrra en að auki varð félagið bikarmeistari og sigraði einnig í deildarkeppninni. Þrefaldur sigur hjá Stjörnumönnum í ár sem er glæsilegur árangur.

Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, afhenti Stjörnumönnum Íslandsmeistarabikarinn í leikslok í Hagaskóla þar sem HK lék heimaleiki sína í vetur.

"Þetta hefur verið magnaður vetur og liðið náð að sýna allar sínar bestu hliðar í mótum ársins," sagði Vignir Hlöðversson fyrirliði og þjálfari Stjörnunnar í gær. "Ég er sérstaklega ánægður með hve margir komu að fylgjast með úrslitaleikjunum og þessi vetur gefur okkur byr undir báða vængi hvað framhaldið varðar. Næsta verkefni félagsins verður að endurvekja starfið hjá yngri flokkum félagsins og ég tel að framtíðin sé björt þar sem nýtt íþróttahús er að rísa í Garðabænum," sagði Vignir en hann lék um tíma með HK eftir að hafa alist upp í herbúðum Stjörnunnar. "Það var eðlilegt framhald á þeim tíma að fara í HK en svo er ekki í dag." Vignir sagði að leikmenn liðsins myndu fara í óvissuferð um næstu helgi til þess að fagna titlinum, enda ærin ástæða til þess að gera sér glaðan dag. "HK er með gott lið sem var erfitt að leggja að velli og ég vil þakka leikmönnum fyrir rimmuna að þessu sinni. Ég á alveg eins von á því að þessi lið mætist á ný að ári í úrslitum."

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.