Garður Mikið atvinnuleysi Garði. Atvinnulausum hefir fjölgað mjög í bænum frá því um áramótin og eru nú um 25 manns á atvinnuleysisskrá en um og fyrir áramótin voru 10-15 manns á skrá.

Garður Mikið atvinnuleysi Garði. Atvinnulausum hefir fjölgað mjög í bænum frá því um áramótin og eru nú um 25 manns á atvinnuleysisskrá en um og fyrir áramótin voru 10-15 manns á skrá. Helztu fyrirsjáanleg verkefni framundan er nýi vegurinn sem leggja á sem aðalbraut niður á Garðveg af veginum upp í Flugstöð. Óvíst er hvort eða hve margir Garðmenn fá vinnu við þetta verk. Bygging íþróttahússins er nokkuð á eftir áætlun þessa dagana en húsið og sundlaugin verða tekin í gagnið í haust.

Fjallháir skaflar eru í bænum og vissara að aka um bæinn með gát.

Arnór.