Hólmavík Sr. Sigríður hlaut bindandi kosningu Á FUNDI sóknarnefnda og varasóknarnefnda í Hólmavíkurkirkju sl. föstudag var kosið til prestsembættis á Hólmavík. Í kjöri var sr. Sigríður Óladóttir og hlaut hún öll atkvæði fundarins.

Hólmavík Sr. Sigríður hlaut bindandi kosningu

Á FUNDI sóknarnefnda og varasóknarnefnda í Hólmavíkurkirkju sl. föstudag var kosið til prestsembættis á Hólmavík. Í kjöri var sr. Sigríður Óladóttir og hlaut hún öll atkvæði fundarins.

Fundurinn var fjölsóttur þrátt fyrir langvarandi ótíð og erfiða færð. Þurftu fundarmenn að sætta lagi þegar vegir voru opnaðir til að komast til fundar úr nærliggjandi sóknum.

Sr. Sigríður hefur þjónað á Hólmavík síðan í maí, en hlýtur með þessu bindandi kosningu til prestakallsins. Þar eru utan Hólmavíkurkirkju fjórar sóknir; á Dranganesi, Kaldrananesi, Stað í Steingrímsfirði og í Kollafjarðarnesi.