Slökunarspóla komin út ÚT ER komin slökunarspóla með hugleiðslu, bænum og upplestri úr Biblíunni o.fl. Spólan er klukkstundarlöng og hefur að geyma hugleiðslu sem Guðlaugur Hauksson hefur þróað í samvinnu við Sigurð K.

Slökunarspóla komin út

ÚT ER komin slökunarspóla með hugleiðslu, bænum og upplestri úr Biblíunni o.fl.

Spólan er klukkstundarlöng og hefur að geyma hugleiðslu sem Guðlaugur Hauksson hefur þróað í samvinnu við Sigurð K. Pétursson, Pál Einarsson, Gunnar Gústafsson og fleiri aðila.

Á b-hlið spólunnar eru bænir og upplestur úr Biblíunni, Baghvad Gita og Spámanningum. Eins eru lesnar nokkrar útleggingar Sigurðar K. Péturssonar og Guðlaugs Haukssonar út frá þessum ritum og jóga-fræðunum.

Spólan er til sölu í Stjörnuspekistöðinni, Kornmarkaðinum og fleiri stöðum. Verð spólunnar er 1.500 krónur.