Slökunarspóla komin út
ÚT ER komin slökunarspóla með hugleiðslu, bænum og upplestri úr Biblíunni o.fl.
Spólan er klukkstundarlöng og hefur að geyma hugleiðslu sem Guðlaugur Hauksson hefur þróað í samvinnu við Sigurð K. Pétursson, Pál Einarsson, Gunnar Gústafsson og fleiri aðila.
Á b-hlið spólunnar eru bænir og upplestur úr Biblíunni, Baghvad Gita og Spámanningum. Eins eru lesnar nokkrar útleggingar Sigurðar K. Péturssonar og Guðlaugs Haukssonar út frá þessum ritum og jóga-fræðunum.
Spólan er til sölu í Stjörnuspekistöðinni, Kornmarkaðinum og fleiri stöðum. Verð spólunnar er 1.500 krónur.