Iðnaður Tap IJ um 600 milljónir TAP á rekstri Íslenska járnblendifélagsins var gróflega áætlað um 600 milljónir króna á síðastliðnu ári samanborið við 487 milljón króna tap árið áður.
Iðnaður Tap IJ um 600 milljónir
TAP á rekstri Íslenska járnblendifélagsins var gróflega áætlað um 600 milljónir króna á síðastliðnu ári samanborið við 487 milljón króna tap árið áður. Að sögn Jóns Sigurðssonar forstjóra var um fjórðungur af tapinu vegna gengisbreytinga í lok ársins.
Aðspurður um hvort Elkem og Sumitomo hefðu tekið ákvörðun um hlutafjáraukingu sagði Jón að svo væri ekki. Viðræður á milli eigenda fyrirtækisins og á milli þess og Landsvirkjunar héldu áfram.