MARKAÐSHLUTDEILD -Á myndinni sést hvernig markaðshlutdeild Toyota hefur farið vaxandi á síðastliðnum 8 árum.

MARKAÐSHLUTDEILD -Á myndinni sést hvernig markaðshlutdeild Toyota hefur farið vaxandi á síðastliðnum 8 árum. Hlutdeildin minnkaði þó á milli áranna 1990 og 1991 en það skýrir framkvæmastjórinn, Bogi Pálsson, með því að fyrirtækið hafi ekki átt von á að eftirspurnin yrði svo mikil á markaðnum sem raun bar vitni. Því hafi þeir verið mjög varkárir í pöntunum og ekki átt lager í landinu allt árið.