Nú getur þú eignast Harry- og Meghan-stellið

Stellið fagra sem gefið var út til að fagna brúðkaupi …
Stellið fagra sem gefið var út til að fagna brúðkaupi Harry og Meghan. mbl.is/Buckingham palace

Royalistar og annað smekkfólk getur nú glaðst þar sem hin konunglega verslun hefur sett í sölu stellið sem við kjósum að kalla H&M-stellið.

Fyrir þá sem eru ekki með siði og venjur konungdæmanna á hreinu þá er til siðs að gefa út sérlega minjagripi um merkisatburði í fjölskyldunni.

Hvort þessi minjagripasala stendur undir rekstri konungdæmisins skal ósagt látið en það gefur augaleið að milljónir um heim allan munu fjárfesta í slíkum minjagripum enda eru þeir einungis í sölu fram að sumri.

Reyndar mælum við með því að þið kynnið ykkur vöruúrvalið í Buckingham-versluninni því þar kennir ýmissa grasa og sumt er alveg einstaklega fallegt. Það er líka afskaplega elegant að geta boðið upp á te í Buckingham-bollum eða matarstell með flúri hennar hátingar.

Harry og Meghan samþykktu sjálf hönnun stellsins og eru sögð afar ánægð með það. Stellð er framleitt úr úrvalspostulíni og má alls ekki fara í uppþvottavél eða örbylgjuofn.

Vefverslun Buckingham-hallar má nálgast hér.

Ljúflega ljósblátt og lekkert.
Ljúflega ljósblátt og lekkert. mbl.is/Buckingham palace
Harry- og Meghan-diskur.
Harry- og Meghan-diskur. mbl.is/Buckingham palace
Þetta stell er til í takmörkuðu upplagi en það var …
Þetta stell er til í takmörkuðu upplagi en það var gefið út til að fagna níræðisafmæli drottningar. mbl.is/Buckingham Palace
Þessi diskur er meðal þess sem fæst í versluninni.
Þessi diskur er meðal þess sem fæst í versluninni. mbl.is/Buckingham palace
Hvílík huggulegheit.
Hvílík huggulegheit. mbl.is/Buckingham palace
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert