Áslaug Arna bakar köku fyrir litla frænda sinn

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra bakaði og skreytti …
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra bakaði og skreytti köku fyrir litla frænda sinn. Samsett mynd

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra er mörgum hæfileikum gædd og er meðal annars þekkt fyrir baka og skreyta kökur lista vel. Rósakökurnar hennar hafa notið mikilla vinsælda og ekki skrýtið því því þær bragðast dásamlega vel og svo eru þær líka fallegar skreyttar.

Rósakökurnar hennar Áslaugar Örnu eru mikið prýði.
Rósakökurnar hennar Áslaugar Örnu eru mikið prýði. Ljósmynd/Áslaug Arna

Rósakaka með bláum rósum

Áslaug Arna skellti í afmælisköku fyrir litla frænda sinn Sigurbjörn, bróðurson sinn, sem fagnaði 2 ára afmæli í vikunni. Auðvitað var rósakaka fyrir valinu með bláum rósum. Áslaug Arna ljóstrar líka upp leyndarmálinu bak við uppskriftina og er á því að allir geti skellt í eina svona.

„Þetta er bara Betty Crocker djöflakökumix með auka kakói og vanilludropum. Kremið er frá mömmu og í því er 250 g mjúkt smjör, 1 egg, 2 eggjahvítur, vanilludropar og 2-3 pakkar af flórsykri (fer eftir magn af matarlit). Stúturinn heitir 2D,“ segir Áslaug Arna íá Instagram-síðu sinni.

Hér má sjá Áslaugu Örnu töfra fram afmæliskökuna fyrir Sigurbjörn frænda sinn og þar má sjá hennar listrænu hæfileika blómstra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert