Saag Aloo - dýrðlegur indverskur grænmetisréttur

Indverskur matur er einstaklega bragðgóður og skemmtilegt að njóta. Þessi …
Indverskur matur er einstaklega bragðgóður og skemmtilegt að njóta. Þessi grænmetiréttur, Saag Aloo, tikkar í öll box og er frábær einn og sér og sem meðlæti. Ljósmynd/Valla Gröndal

Þeir sem hafa dálæti af indverskum mat verða að prófa þennan dýrðlega rétt, Saag Aloo, en þetta er indverskur grænmetisréttur með spínati, kartöflum og tómötum. Valgerður Gréta Gröndal, alla jafna kölluð Valla, heldur mikið upp á þennan indverska rétt og deildi uppskriftinni á uppskriftasíðu sinni sem sýnir að allir geta matreidd þennan rétt án mikillar fyrirhafnar. Réttinn má líka bera fram sem meðlæti með öðrum indverskum mat.

Með réttinum er gott að bera fram naan brauð eða pappadums og mangó chutney. Það er ótrúlega auðvelt að græja pappadums heima en til að mynda þá er hægt nota þá kökurnar frá Patak‘s. Gott lag af olíu er sett á pönnu og hver kaka er steikt í nokkrar sekúndur. Það tekur örstutta stund og skemmtilegt að bera fram með indverskum mat og alls kyns mauki og sósum sem kitla bragðlaukana.

Saag Aloo með spínati, kartöflum og tómötum

  • ½ kg kartöflur eða 7-8 meðalstórar
  • 3 msk. olía
  • 1 meðalstór laukur
  • 1 tsk. cumin fræ
  • 1 tsk. brún sinnepsfræ
  • 1 tsk. kóríanderduft
  • 2 kúfaðar tsk. curry paste frá Patak´s
  • 3 cm bútur af fersku engiferi
  • 1 grænn chili
  • 1 geiralaus hvítlaukur eða 3-4 hvítlauksrif
  • 1 dós, hefðbundin stærð, saxaðir tómatar
  • 200 g spínat gróft saxað
  • 1 tsk. garam masala
  • Salt og pipar eftir smekk
  • Fersk kóríander til að bera fram með

Aðferð:

  1. Skerið kartöflurnar í bita og sjóðið þar til þær eru næstum orðnar fullsoðnar eða í rúmlega 10 mínútur. Hellið þá vatninu af og leyfið að kólna aðeins.
  2. Hitið 2 msk. af olíunni á pönnu og steikið laukinn og kartöflurnar á miðlungshita þar til þær eru orðnar fallega gylltar. Færið þá kartöflurnar og laukinn á fat og setjið til hliðar.
  3. Setjið restina af olíunni út á pönnuna og bætið cumin og sinnepsfræjunum á og ristið í nokkrar sekúndur, bætið þá engiferi og chili saman við og hrærið áfram í nokkrar sekúndur.
  4. Bætið hvítlauk, curry paste og tómötum út á pönnuna og sjóðið saman í 10-15 mínútur.
  5. Bætið þá söxuðu spínatinu saman við og leyfið því að sjóða niður með tómötunum þar til það er alveg orðið mjúkt.
  6. Setjið kartöflu og laukblönduna út á pönnuna, kryddið með garam masala, salti og pipar og látið malla í 10 mínútur til viðbótar.
  7. Berið fram með fersku kóríander, brúnum basmati hrísgrjónum, pappadums og mango chutney frá Patak´s.

Pappadums steikingaraðferð

  1. Þegar rétturinn er að malla er gott að nýta tímann og steikja pappadums kökurnar.
  2. Setjið 2-3 cm lag af jurtaolíu á þykkbotna pönnu. Pannan þarf alls ekki að vera stór og jafnvel kostur ef hún er frekar lítil en þá þarf minna magn af olíu.
  3. Setjið disk með eldhúsbréfi við hliðina á helluborðinu.
  4. Hitið olíuna í 180°C. Til að prófa hana er gott að brjóta smá bút af einni kökunni og setja í olíuna. Ef hún búbblar og steikir bútinn hratt er hún tilbúin.
  5. Setjið eina köku í einu í olíuna með töngum. Hyljið hana alla snöggt með olíu og það tekur bara 2-3 sekúndur fyrir hana að blása út og steikjast. Það er stundum gott að nota töngina til þess að þrýsta henni niður og setja þá hluta í olíuna sem ekki eru hulin.
  6. Snúið kökunni við og steikið áfram í nokkrar sekúndur. Takið hana úr olíunni með tönginni og látið olíuna renna af henni. Leggið á disk.
  7. Haldið áfram að steikja allar kökurnar en það eru 10 stk. í einum pakka og það er alveg feykinóg fyrir 4-5 fullorðna með máltíð. Passið bara hitastigið á olíunni, ef hún verður of heit geta kökurnar brunnið, þær eru ekki góðar þegar þær verða of dökkar.
  8. Berið fram með mangó chutney.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert