28. október, 2006
Sigrún Bjarnadóttir

Sigrún Bjarnadóttir

Sigrún Bjarnadóttir fćddist í Landsveit 15. júní 1944. Hún lést á Landspítalanum viđ Hringbraut 22. október síđastliđinn. Foreldrar hennar voru Bjarni Jóhannsson, bóndi á Árbakka, f. 16. september 1908, d. 2. febrúar 2002, og Elínborg Sigurđardóttir bóndi, f. 20. maí 1909, d. 19. desember 2003. Systkini Sigrúnar eru Guđríđur, f. 4. mars 1934, Jóhanna Helga, f. 23. maí 1939, d. 25. febrúar 1941, Jóhann, f. 18. apríl 1942, og Pálmi, f. 26. nóvember 1949.

Hinn 1. júní 1968 giftist Sigrún Val Haraldssyni deildarstjóra frá Efri-Rauđalćk í Holtum, f. 30. september 1943. Foreldrar hans voru hjónin Haraldur Halldórsson bóndi, f. 13. október 1897, d. 21. mars 1978, og Ólafía Hrefna Sigurţórsdóttir bóndi, f. 11. desember 1907, d. 12. janúar 1988. Börn Sigrúnar og Vals eru: 1) Ţorsteinn Valsson, vélvirki, f. 2. febrúar 1966, sambýliskona Guđbjörg Sigurđardóttir, f. 18. ágúst 1967. Börn ţeirra eru Victor Bjarmi, f. 25. ágúst 1990, og Harpa Sif, f. 1. febrúar 1994. Fyrri sambýliskona Ţorsteins er Alda Agnes Sveinsdóttir, f. 3. maí 1961. Ţeirra dóttir er Agnes, f. 3. febrúar 1985. Hennar sambýlismađur er Böđvar Stefánsson, f. 3. júní 1981 og er dóttir ţeirra Embla María, f. 29. desember 2005. 2) Elínborg Valsdóttir, grunnskólakennari, f. 14. febrúar 1968, gift Ađalsteini Hákonarsyni, f. 30. janúar 1965. Fyrrverandi sambýlismađur Elínborgar er Hermann Jón Einarsson, f. 28. febrúar 1961, og eiga ţau ţrjú börn, Valdísi, f. 1. júlí 1989, Einar Bjarna f. 1. desember 1995, og Jóhann, f. 5. nóvember 1997. 3) Ólafur Valsson, kerfisfrćđingur, f. 10. október 1969. Hans kona er Sigríđur Kristín Sigurđardóttir, f. 28. september 1967. Ţeirra börn eru Sigrún Inga, f. 13. ágúst 1991, Hugrún Lilja, f. 30. desember 1995, og Guđjón Valur, f. 12. nóvember 2001.

Sigrún ólst upp á Árbakka. Hún gekk í barnaskóla á Skammbeinsstöđum í Holtum en fór síđan í Kvennaskólann í Reykjavík og útskrifađist ţađan 1961. Hún fluttist ađ Hellu í mars 1969 og starfađi viđ sauma. Hún starfađi sem kennari viđ Grunnskólann á Hellu 1976-2001 og kenndi ţar handmennt en auk ţess tónmennt síđustu 15 árin. Sigrún vann einnig á bókasafni skólans međ kennslunni í nokkur ár. Hún hóf réttindanám í fjarnámi viđ Kennaraháskóla Íslands 1988 og lauk ţví voriđ 1992 og kenndi allan tímann međ náminu. Eftir áralangan feril sem tónlistarmađur ákvađ Sigrún ađ lćra nótur og fór ţví í klarínettunám og lćrđi síđan á harmoniku.

Sigrún var formađur Ungmennafélagsins Merkihvols 1965, í stjórn Hérađsvöku Rangćinga 1982-1983, formađur Harmonikufélags Rangćinga 1988-1997 og formađur Landsambands harmonikuunnenda 1996-1999.

Útför Sigrúnar verđur gerđ frá Árbćjarkirkju í Holtum í dag og hefst athöfnin klukkan 13.