Morgunblaðs-forritið á Ipad

Hér eru leiðbeiningar um hvernig setja eigi inn Morgunblaðs-forritið á iPad:

  • 1

    Flettu til vinstri á skjánum þar til þú sérð forritið App Store og smelltu á það.

  • 2

    Efst til hægri á skjánum sem kemur upp er reitur þar sem stendur Search. Smelltu í hann og skrifaðu „Morgunblaðið“.

  • 3

    Á skjámyndinni sem kemur upp stendur FREE hægra megin við forritið. Smelltu á FREE og þá sækir tölvan forritið og setur það upp. Þú þarft hugsanlega að slá inn Apple-notendanafnið þitt og lykilorð. Þegar tölvan er búin að sækja forritið og setja það upp er búið breytist FREE í Open og ef þú smellir á það ræsir hún Morgunblaðs-forritið.

  • 4

    Þar smellir þú siðan á tannhjólið sem er efst til hægri.

  • 5

    Að lokum skráir þú þig inn með kennitölu og lykilorði.

  • 6

    Stundum getur reynst nauðsynlegt að taka Morgunblaðs-forritið út af iPadnum og síðan setja það inn aftur. Hér eru leiðbeiningar um hvernig á að fara að: Smelltu á forritið og haltu fingrinum á skjánum þar til það fer að titra og lítið x birtist efst til vinstri á því.

  • 7

    Smelltu á x-ið og smelltu svo á Delete í glugganum sem kemur upp.

  • 8

    Smelltu að lokum á heima-hnappinn, sem er neðan við skjáinn.
    Flettu til vinstri á skjánum þar til þú sérð forritið App Store og smelltu á það.

  • 9

    Efst til hægri á skjánum sem kemur upp er reitur þar sem stendur Search. Smelltu í hann og skrifaðu „Morgunblaðið“.

  • 10

    Á skjámyndinni sem kemur upp má sjá mynd af skýi. Smelltu á skýið og þá sækir tölvan forritið og setur það upp.

  • 11

    Þegar það er búið breytist skýið í Open og ef þú smellir á það ræsir hún Morgunblaðs-forritið.

  • 12

    Þar smellir þú síðan á tannhjólið sem er efst til hægri.

  • 13

    Að lokum skráir þú þig inn með kennitölu og lykilorði.