Stýrimannaskólinn

Stýrimannaskólinn

Kaupa Í körfu

Menntamálaráðuneytið undirritar í dag þjónustusamning við Menntafélagið ehf. um rekstur og starfsemi Stýrimannaskólans í Reykjavík og Vélskóla Íslands. Þjónustusamningurinn tekur gildi 1. ágúst á næsta ári og er liður í þeirri viðleitni stjórnvalda að tengja fræðslu á starfsmenntasviðum enn betur við atvinnulífið. Að Menntafélaginu ehf. standa helstu hagsmunasamtök á þjónustusviðum skólanna; Landssamband íslenskra útvegsmanna, Samband íslenskra kaupskipaútgerða og Samorka, samtök raforku-, hita- og vatnsveitna. Auk fulltrúa þessara samtaka koma forystumenn úr röðum Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og Vélstjórafélags Íslands að stjórn Menntafélagsins ehf. Markmið þjónustusamningsins er að efla starfsemi og framþróun skólanna. Skólarnir munu starfa samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla og starfsgreinaráð mun gegna hlutverki sínu varðandi framþróun námskrár o.fl. í umboði menntamálaráðuneytisins. Öllum fjármunum og hugsanlegum hagnaði Menntafélagsins ehf. skal varið til eflingar starfseminnar enginn myndatexti (filma úr safni Skólamál 4 síða 7 röð 5 mynd 33 óbirt, filma skönnuð inn 1996)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar