Karphúsið

Karphúsið

Kaupa Í körfu

VMSÍ og Flóabandalagið leggja fram kröfugerð í komandi kjaraviðræðum VMSÍ vill að laun hækki um 15.000 kr. á ári SEGJA má að kjaraviðræður séu komnar í fullan gang eftir að félög Verkamannasambandsins lögðu í gær fram kröfugerð. Félögin á höfuðborgarsvæðinu fara fram sér og er kröfugerð þeirra heldur lægri en kröfugerð VMSÍ. Báðir hóparnir eru hins vegar að fara fram á verulegar kjarabætur og segja fulltrúar þeirra að verkafólk hafi ekki fengið sömu hækkanir og aðrir. Verkafólk muni ekki eitt og sér halda niðri verðbólgu. Formaður Verkamannasambandsins orðar þetta með þeim hætti að nú sé komið að öðrum að ausa úr þjóðarskútunni. MYNDATEXTI: Við upphaf fundar í gær heilsuðust Björn Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, og Finnur Geirsson, formaður SA.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar