Þrjár Maríur

Þrjár Maríur

Kaupa Í körfu

Þrjár Maríur frumsýndar á Litla sviðinu GÓÐUR rómur var gerður að verkinu Þrjár Maríur eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur þegar það var frumsýnt á laugardaginn á Litla sviði Borgarleikhússins. Þrjár Maríur fjallar um leikkonuna Maju sem er að æfa hlutverk Maríu Stúart í samnefndu leikriti eftir Schiller og býr sig undir að leika Maríu Callas í kvikmynd. Sjálf var hún skírð María eftir Maríu Magdalenu. Um leið og skyggnst er með augum Maju inn í heim þessara þriggja María verða áhorfendur vitni að sálarstríði hennar sjálfrar og djúpum tilvistarvanda. Vöknuðu meðal margra frumsýningargesta líflegar samræður um hinn flókna og margbreytilega heim sem Sigurbjörg laðar fram í leikritinu. Þótti Kristjana Skúladóttir, sem leikur aðalhlutverkið standa sig með prýði og var höfundinum klappað lof í lófa með rífandi fagnaðarlátum í enda sýningar. MYNDATEXTI: Systurnar Hildur Friðleifsdóttir, Siv Friðleifsdóttir og Ingunn Friðleifsdóttir. Systurnar Hildur Friðleifsdóttir, Siv Friðleifsdóttir og Ingunn Friðleifsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar