Daufblindrafélag Íslands - 10 ára afmæli

Daufblindrafélag Íslands - 10 ára afmæli

Kaupa Í körfu

DAUFBLINDRAFÉLAG Íslands fagnaði tíu ára afmæli sínu á mánudag. Daufblindrafélagið er félag þeirra einstaklinga sem búa bæði við mjög skerta sjón og heyrn. Daufblinda er alvarleg fötlun og hefur í för með sér mikla einangrun og erfiðleika fyrir þá sem við hana búa. Þar má t.d. nefna erfiðleika með skynjun á umhverfi, samskipti við aðra og öflun hvers konar upplýsinga. Megintilgangur félagsins er að rjúfa einangrun félagsmanna sinna og vinna að hvers konar hagsmunamálum þeirra. MYNDATEXTI: Bergþór Pálsson söngvari flutti tvö lög í afmælisveislu Daufblindrafélags Íslands ásamt Eyrúnu Ólafsdóttur sem flutti lögin á táknmáli.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar