Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

Kaupa Í körfu

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fær 4,5 m.kr. frá Norræna menningarsjóðnum Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum hlýtur í ár 4,5 milljóna króna styrk frá Norræna menningarsjóðnum. Styrkurinn verður nýttur til þess að halda þrjár ráðstefnur undir heitinu Norrænir tungumála- og bókmenntadagar, sem haldnar verða í Svíþjóð í haust, í Noregi á næsta ári og Finnlandi árið 2006, auk útgáfu rits með völdum fyrirlestrum frá ráðstefnu um rannsóknir á norrænum málskilningi og vestnorrrænum bókmenntum sem stofnunin hélt í Kaupmannahöfn í fyrra. Það var Vigdís Finnbogadóttir, sem er formaður styrktarsjóðs stofnunarinnar, sem veitti styrknum formlega viðtöku við athöfn í Skólabæ í gær, úr hendi Rannveigar Guðmundsdóttur alþingismanns, sem er formaður Norræna menningarsjóðsins. Styrkurinn er einn sá stærsti sem Norræni menningarsjóðurinn hefur veitt einstöku verkefni. MYNDATEXTI: Vigdís Finnbogadóttir tekur við styrknum af Rannveigu Guðmundsdóttur. Páll Skúlason, rektor HÍ, stendur hjá.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar