Handbolti í Nauthólsvík

Handbolti í Nauthólsvík

Kaupa Í körfu

ÞAÐ var hart barist á strandhandboltamótinu sem fór fram í Nauthólsvík í gær en þar öttu bæði stúlkur og piltar kappi í sandinum. Alls mættu sextán lið til leiks, þar á meðal fornfræg félög á borð við FH og Fram, sem og minna þekkt félög líkt og Sólstrandagæjarnir og Boris. Þá mættu liðsmenn Uppgjafar vígreifir á vettvang en þegar þetta er skrifað er ekki vitað hvort gengi þeirra hafi verið í samræmi við nafngiftina. Á myndinni má sjá stúlkurnar í HK í leik gegn piltunum í World Class.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar