MND - Hjólastólaralli - Thorsplan

MND - Hjólastólaralli - Thorsplan

Kaupa Í körfu

Ragnheiður Elín Árnadóttir Alþjóðadagur MND-félagsins á Íslandi var haldinn í gær undir stjórn Gísla Einarssonar fréttamanns. Dagskráin hófst á Thorsplani í Hafnarfirði með hjólastólaralli þar sem var keppt í þremur flokkum: Rafmagnsstólum, handstólum og í svonefndum stjörnuflokki. Í fyrstu tveimur flokkunum var keppt í kappakstri á 800 metra braut sem byrjaði og endaði á Thorsplani. Í stjörnuflokknum þurftu þjóðkunnir Íslendingar að glíma við hindranir í hjólastólaralli. Þurftu þeir að leysa þrautir sem fólk sem bundið er við hjólastóla þekkir úr daglegu umhverfi sínu. Í þeim flokki fór Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og tilvonandi bæjarstjóri, með sigur af hólmi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar