Kvennahlaup - Garðatorg

Kvennahlaup - Garðatorg

Kaupa Í körfu

Það er náttúrukraftur í kvennahlaupum ekki síður en jökulhlaupum. Jökulhlaupin eru yfirleitt staðbundin en það eru kvennahlaupin ekki því hlaupið var á 94 stöðum á landinu og að auki hlupu íslenskar konur í útlöndum. Ömmur, mömmur, dætur og vinkonur hlupu saman í þessu tuttugasta og fyrsta Kvennahlaupi Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Um 15.500 konur tóku þátt í hlaupagleðinni og þar af hlupu um 460 þeirra í öðrum löndum. Það ríkti andi einingar og kátínu í hlaupinu og keppnisharka var víðs fjarri. Öllum konum er gert kleift að taka þátt í kvennahlaupinu, skiptir ekki máli hvort þær eru feitar eða mjóar, stórar eða smáar, hraðskreiðar eða hægar, í hjólastól eða fráar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar