c

Pistlar:

5. október 2009 kl. 14:15

Jóna Á. Gísladóttir (jonaa.blog.is)

Hvar er vorið?

Lítið að frétta frá þessum vígstöðvum. Við gerum okkur klár fyrir veturinn eins og aðrir Íslendingar. Andlega meira en hitt. Sá Einhverfi tjúllast við hverja hvíta flygsu sem kemur af himnum ofan og það var töluvert um slíkt um daginn.. sennilega í þar síðustu viku. Skiptist á haglél og slydda.

Hvar er vorið? grætur stráksi og ég get eiginlega tekið undir það.

Hvort það er aldurinn eða efnahagskreppan, þá kvíði ég í fyrsta skipti fyrir vetrinum. Aðallega fyrir því að þurfa að dúða mig á morgnana og fara út að skafa. En svo má ég auðvitað þakka fyrir að hafa eitthvað til að skafa, ekki satt?! Að ég tali nú ekki um að þakka fyrir að hafa eitthvað til að dúða mig í.

Nú þarf ég bara að brosa út að eyrum, birgja mig upp af kertum og finna leið til að fá Þann Einhverfa til að rúlla niður buxnaskálmunum og láta af stuttbuxna-þrákelkninni.

Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Meira