Veigar Páll skoraði tvö

Veigar Páll Gunnarsson
Veigar Páll Gunnarsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gamla kempan Veigar Páll Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir KFG sem vann 3:2-heimasigur á Einherja í 3. deild karla í fótbolta í dag. Jóhann Ólafur Jóhannsson kom KFG yfir á 13. mínútu með eina marki fyrri hálfleiks og bætti Veigar Páll við tveimur mörkum á fyrstu 13 mínútum síðari hálfleiks og kom KFG í 3:0. 

Einherji neitaði að gefast upp því Númi Kárason skoraði tvö mörk á síðustu tíu mínútum og minnkaði muninn í 3:2 en nær komust Vopnfirðingarnir ekki. KFG er með fullt hús stiga á toppnum en Einherji stigalaus á botninum. 

KF náði í sín fyrstu stig í sumar með 2:0-sigri á Augnablik á heimavelli sínum. Ljubomir Delic skoraði bæði mörkin sitt hvoru megin við hálfleikinn. Bæði lið eru með þrjú stig. 

Á Hornafirði vann Dalvík/Reynir dramatískan 3:2-sigur á Sindra. Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði tvö mörk fyrir Dalvík/Reyni og jafnaði m.a leikinn í 2:2 á 57. mínútu. Nökkvi er 19 ára gamall og var að spila sinn fyrsta leik í meistaraflokki. 

Jóhann Örn Sigurjónsson skoraði svo sigurmarkið á 90. mínútu. Kristinn Justiniano Snjólfsson skoraði fyrir Sindra og Ingvar Gylfason setti boltann í eigið net. Dalvík/Reynir er með þrjú stig en Sindri er án stiga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert