Bræður keppa saman í liði

Skjáskot úr kynningarstiklu Team Liquids um komu Nirvera. Hér sjást …
Skjáskot úr kynningarstiklu Team Liquids um komu Nirvera. Hér sjást bræðurnir hlið við hlið að spila saman. Skjáskot/Twitter/Team Liquid

Nabil Benrlitom einnig þekktur sem Nivera í Valorant senunni tilkynnti á Twitter aðgangi sínum að hann væri kominn í rafíþróttaliðið Team Liquid og mun hann keppa með liðinu í fyrstu persónu skotleiknum Valorant.

Bræður gerast liðsfélagar

Bróðir Nivera, Adil Benrlitom, einnig þekktur sem ScreaM er nú þegar liðsmaður í Team Liquid og munu þeir bræður þá fá tækifæri til þess að styrkja fjölskyldutengslin enn frekar og keppa saman og njóta atvinnumennsku í rafíþróttum.

Bræðurnir spiluðu báðir mikið tölvuleikinn Counterstrike og hafa því mikla reynslu af fyrstu persónu skotleikjum.

Team Liquid tjáði sig einnig um málið á Twitter aðgangi þeirra með kynningarmyndbandi þar sem minnst var á bræðralag þeirra Nivera og ScreaM.

Liðið kom til Íslands

Team Liquid keppti fyrr í ár á stórmótinu Valorant Masters sem haldið var hér á Íslandi í Laugardalshöllinni og náðu þeir góðum árangri þar þrátt fyrir að hafa ekki komist á meistaramótið í Berlín sem haldið var í framhaldi af Valorant Masters hér í Reykjavík.

Hinsvegar mun Team Liquid taka þátt í Last Chance Qualifier mótinu þar sem þeir geta mögulega unnið sig upp í heimsmeistaramótið VCT en það verður síðasta tækifærið til þess að komast á það mót. Mótið hefst 10.október og er tíminn því naumur fyrir liðið til þess að samstilla sig fyrir Last Chance Qualifier.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert