Mikið um að vera í Laugardalshöllinni

Strákarnir í Royal Never Give Up voru með hæstu drápstöluna …
Strákarnir í Royal Never Give Up voru með hæstu drápstöluna í dag. Ljósmynd/Riot Games

Heimsmeistaramótið í League of Legends heldur áfram í Laugardalshöllinni þar sem sextán bestu rafíþróttalið heimsins keppa í tölvuleiknum League of Legends. Átta leikir fóru fram í dag og þar af tveir úr hverjum riðli.

Hægt er að fylgjast með mótinu í beinu streymi á Twitch rás Riot Games, á Stöð 2 Esports sem og á YouTube.

A - Riðill

Damwon gengu sáttir frá leiknum

DAMWON Gaming og Rogue áttu viðureign klukkan 12:00 í dag og gengu liðsmenn DAMWON Gaming sáttir frá leiknum sem sigurvegarar.

DAMWON Gaming áttu fimmtán fellur í leik og slátruðu fimm drekum en Rogue áttu níu fellur innanleikjar en slátruðu engum dreka. Damwon Gaming felldu átta turna en Rogue aðeins fjóra.

Hér er hægt að sjá leikinn í heild sinni. 

Cloud9 og FunPlus Pheonix hnífjafnir

Cloud9 og FunPlus Pheonix mættust í Laugardalshöllinni í dag klukkan 15:00 og áttu æsispennandi leik en bæði liðin eru mjög sterk og staðan því mjög jöfn en FunPlus Pheonix stóðu uppi sem sigurvegarar að leikslokum.

Bæði liðin áttu þrettán fellur en FunPlus Pheonix slátruðu þreimur drekum á meðan Cloud9 slátruðu tveimur. Hinsvegar felldu Cloud9 níu turna á meðan FunPlus Pheonix felldu átta.

Hér er hægt að sjá leikinn í heild sinni.

DAMWON Gaming.
DAMWON Gaming. Ljósmynd/Riot Games

 B - Riðill

Sigruðu fyrstu viðureign dagsins

Fyrsta viðureign dagsins var í klukkan 11:00 í dag þegar liðin T1 og Edward Gaming mættust. Edward Gaming hafði betur af og sigraði leikinn.

Edward Gaming felldu ellefu turna en T1 felldi aðeins þrjá. Edward Gaming áttu sextán fellur og slátruðu fjórum drekum en T1 áttu aðeins fjórar fellur og slátruðu engum dreka.

Hér er hægt að horfa á leikinn í heild sinni.

100 Thieves klárir í slaginn

Í sama riðil sitja 100 Thieves og DetonatioN FocusMe en fór sú viðureign fram klukkan 16:00 í dag og stóðu 100 Thieves uppi sem sigurvegarar þeirra viðureignar.

100 Thieves felldu níu turna á meðan DetonatioN FocusMe felldu einungis tvo ásamt því að 100 Thieves áttu nítján fellur en DetonatioN FocusMe aðeins sjö. 100 Thieves slátruðu fjórum drekum í leiknum en DetonatioN FocusMe engum.

Hér er hægt að horfa á leikinn í heild sinni.

C - Riðill

Sex drekum slátrað

PSG Talon og Hanwha Life Esports mættust klukkan 13:00 í dag og áttu leik sem fór svo að PSG Talon stóðu uppi sem sigurvegarar.

PSG Talon áttu tuttugu og eina fellu ásamt því að fella tíu turna á meðan Hanwha Life Esports áttu aðeins níu fellur og felldu þrjá turna. Bæði liðin slátruðu þreimur drekum.

Hér er hægt að horfa á leikinn í heild sinni.

PSG Talon.
PSG Talon. Ljósmynd/Riot Games

Royal Never Give Up gáfu ekkert eftir

Royal Never Give Up og Fnatic spiluðu sína viðureign klukkustund síðar eða klukkan 14:00 en Royal Never Give Up áttu sannfærandi sigur og eru með flestu fellur allra leikja dagsins.

Royal Never Give Up áttu þrjátíu og fjórar fellur ásamt því að slátra tveimur drekum en Fnatic áttu þrettán fellur og slátruðu einum dreka. Sömuleiðis felldi Royal Never Give Up töluvert fleiri turna en liðið felldi tíu turna á meðan Fnatic felldi þrjá.

Hér er hægt að horfa á leikinn í heild sinni.

Strákarnir í Fnatic ósáttir með tapið.
Strákarnir í Fnatic ósáttir með tapið. Ljósmynd/Riot Games

 D - Riðill

Hörkuleikur hjá báðum liðum

MAD Lions og Gen.G áttu viðureign klukkan 17:00 í kvöld og var mikið um að vera í þeim leik en MAD Lions sigruðu.

MAD Lions voru með þrjátíu fellur og felldu ellefu turna en Gen.G voru með nítján fellur og felldu fimm turna. Fjórum drekum var slátrað af MAD Lions en Gen.G slátruðu þreimur.

Hér er hægt að horfa á leikinn í heild sinni.

Náðu bara einu drápi

Seinasta viðureign dagsins var spiluð af Team Liquid og LNG Esports en Team Liquid gekk ekki vel í þeim leik og sigraði því LNG Esports.

LNG Esports voru með fimmtán fellur og felldu níu turna en Team Liquid var aðeins með eina fellu í leiknum og felldu tvo turna. LNG Esports slátraði þreimur drekum á meðan Team Liquid slátraði aðeins einum.

Hér er hægt að horfa á leikinn í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert