Lögblindur og heyrnarlaus spilar elítu CS:GO

Adam Bahriz, einnig þekktur sem Loop, að spila Counter-Strike: Global …
Adam Bahriz, einnig þekktur sem Loop, að spila Counter-Strike: Global Offensive. Skjáskot/YouTube/Totally Game

„Ég heiti Adam, ég er 21 árs, ég er með HSAN 8, ég finn ekki fyrir sársauka og ég er lögblindur og heyrnarlaus og ég mun rústa þér í Counter-Strike: Global Offensive,“ segir Adam Bahriz í myndbandi frá Totally Game á YouTube.

Finnur ekki fyrir sársauka

Adam Bahriz, einnig þekktur sem Loop er lögblindur og heyrnarlaus en lætur það ekki hindra sig við tölvuleikjaspilun en hann bæði spilar og streymir af sér að spila tölvuleikinn Counter-Strike: Global Offensive.

Honum hefur tekist að komast í „The Global Elite“ sem einungis bestu CS:GO leikmenn spila í og er það hæsta leikstigið. Aðeins um 0,7% leikmanna komast á þennan stað.

Loop er með arfgengan skyn- og taugakvilla að nafni HSAN 8 en það veldur því að hann finnur ekki fyrir sársauka og er það í raun stórhættulegt vegna þess að líkami hans lætur ekki vita þegar líkaminn verður fyrir skaða og getur það þá undið upp á sig. Í myndbandinu hér að neðan má horfa og hlusta á Loop segja sína sögu.

Kynntist lækni í gegnum tölvuleiki

Loop var ekki með nef þegar hann útskrifaðist úr skóla og hafði andlit hans afmyndast í gegnum tíðina vegna erfðagalla hans og olli honum miklum vandamálum við sjálfsmynd hans. 

Síðan kynntist hann skurðlækni í beint í gegnum tölvuleikinn Counter-Strike: Global Offensive og streymisveituna Twitch en það er vegna þess sem andlit Loops var endurbyggt. 

Notar engin hjálpartæki

Loop notast við heyrnatæki til þess að heyra og þegar hann spilar tölvuleiki er hann alltaf með stillt á hámarks hljóðstyrk, annars notast hann ekki við nein hjálpartæki til þess að spila.

Hann er með eina tölvu til þess að streyma og aðra til þess að spila en hann er með 228,000 fylgjendur á streymisveitunni Twitch. Eins hefur hann eignast vinkonu með sama erfðagalla og segist hún fylgjast með honum og hafa unun að því.

„Ég hef þróað með mér snögg viðbrögð í gegnum árin með því að spila Counter-Strike og aðra leiki sem eru hannaðir til þess að bæta viðbragðstíma og samhæfingnu handa og augna,“ segir Loop í myndbandinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert