Samkynhneigðir giftast í nýrri uppfærslu

Crusader Kings III.
Crusader Kings III. Grafík/Paradox/Crusader Kings III

Crusader Kings serían hefur lengi stutt sambönd samkynhneigðra í ákveðnum myndum en vegna þess hve margir leikjanna hafa verið byggðir á sögulegum hugmyndum um hjónabönd og arftaka hafa leikmenn þurft að eiga sérstaklega við leikinn til þess að láta samkynhneigða einstaklinga giftast.

Skýrt var frá þessu á síðasta ári af hönnuðum Paradox, eftir að samkynhneigðar hjákonur voru óvart aðgengilegar í vanilluleiknum um skamman tíma. Parardox bendir á að þrátt fyrir að „moddurum“ hafi tekist í stuttan tíma að virkja samkynhneigðar hjákonur þá hafa þróunaraðilar þurft að taka fyrir það fljótt sem hluta af því að laga hjákonutengda villu.

„Síðan þá höfum við gert breytingar til að styðja almennilega við samkynhneigð, og það mun koma samhliða öðrum endurbótum á modding,“ segja þróunaraðilar Paradox samkvæmt Kotaku.

„Ennfremur ætlum við að styðja hjónabönd samkynhneigðra fyrir mods í 1.4,“ bætir Paradox við.

Þetta var apríl 2021, og á meðan Paradox lofaði upphaflega að hjónaband samkynhneigðra kæmi inn í leikinn í uppfærslu 1.4 þá kemur það inn núna sem hluti af uppfærslu 1.5, ásamt Royal Court aukapakkanum sem er fyrsta stóri aukapakkinn fyrir 2020 útgáfu leiksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert