Streyma frá væntanlegum Harry Potter leik

Skjáskot úr kynningarstiklu Hogwarts Legacy. Það er Harry Potter tölvuleikur …
Skjáskot úr kynningarstiklu Hogwarts Legacy. Það er Harry Potter tölvuleikur frá Avalanche Software. Skjáskot/YouTube

Hogwarts Legacy, hlutverkaleikur í opnum heim sem gerist í göldróttum heim einni öld fyrir Harry Potter, á að koma út seinna á árinu. Áhugasömum er veitt tækifæri til þess að fá nánari innsýn inn í tölvuleikinn í næsta PlayStation State of Play streymi sem fer fram á fimmtudaginn.

Þróunaraðilinn á bakvið leikinn, Avalanche Software, greindi frá viðburðinum með PlayStation bloggfærslu. Streymið mun sýna frá fyrstu skoðun á leikjaspilinu og verður myndbandið fangað á PlayStation 5. Viðburðurinn hefst á fimmtudagskvöldið klukkan 21:00 á íslenskum tíma.

Korter af leikjaspili

Streymið mun standa yfir í um tuttugu mínútur en þar af verða yfir fjórtán mínútur sem sýna frá leikjaspilinu. Hægt er að horfa á það opinberum rásum PlayStation á Twitch og YouTube.

State of Play streymin eru að jafnaði í kringum tuttugu mínútur með nokkrum undantekningum eins og þann 2. febrúar þegar streymt var í um hálftíma frá hermikappakstursleiknum Gran Turismo 7.

Seinkað um ár

Avalanche Software hefur ekki enn gefið upp neinn staðfestan útgáfudag fyrir Hogwarts Legacy en leikurinn var fyrst kynntur fyrir almenning í september árið 2020. Á síðasta ári tilkynntu þróunaraðilar að útgáfu leiksins yrði seinkað frá 2021 til 2022 til þess að veita bestu möguleiku upplifunina.

Hogwarts Legacy kemur því út einhvern tíman seinna á þessu ári og verður hægt að spila hann á PlayStation-, Xbox- og PC-tölvum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert