Brúa bilið fyrir leikmenn í Norður-Evrópu

Beacon er grasrótar-mótaröð sem brúar bilið fyrir keppendur á milli …
Beacon er grasrótar-mótaröð sem brúar bilið fyrir keppendur á milli einstakra viðureigna í Valorant að stóru keppnissenunni. Grafík/Aðsend

Beacon er ný grasrótar-mótaröð í tölvuleiknum Valorant fyrir leikmenn í Írlandi, Bretlandi og á Norðurlöndunum.

Í samstarfi við Riot Games, mun Promod Esports fara af stað með svæðisbundna Valorant-mótaröð, Beacon, sem skiptist upp í tvö keppnistímabil á ári, áður en sjálfstæð úrslitakeppni fer fram í ágúst.

Brúar bilið fyrir keppendur

Beacon, mun brúa bilið á milli einstakra viðureigna og breiðari rafíþróttasenu í Valorant, sem greiðir aðgang leikmanna í Bretlandi, Írlandi og á Norðurlöndunum að stóru senunni.

„Við erum hæstánægð með að vinna með Promod Esports við að koma Beacon af stað, sem mun bjóða upp á ný og spennandi tækifæri fyrir leikmenn í Valorant-samfélaginu í Norður-Evrópu. Við hlökkum til að bjóða nýja leikmenn velkomna í rafíþróttasenu Valorants!“ segir Will Attwood, framkvæmdastjóri keppnisupplifunnar Norður-Evrópu hjá Riot Games.

Safna stigum með góðri frammistöðu

Beacon mun búa að tveimur tímabilum á hverju ári, þar sem hver mun búa að fjöldanum öllum af mótum sem skipulögð verða af þriðja aðila, þar sem lið vinna sér inn stig, Circuit-stig, útfrá frammistöðu sinni.

Stigin verða notuð til þess að raða niður í deildir og uppstillingu fyrir Circuit-úrslitakeppnina í lok hvers tímabils.

Með því að hafa margar deildir fyrir hverja úrslitakeppni, skapast tækifæri fyrir leikmenn hvar sem er á getuskalanum til þess að upplifa sína eigin stóru úrslitakeppni, og gefur skýra vísbendingu um hvar þeir standa í samanburði við aðra á svæðinu.

Beacon er grasrótar-mótaröð sem brúar bilið fyrir keppendur á milli …
Beacon er grasrótar-mótaröð sem brúar bilið fyrir keppendur á milli einstakra viðureigna í Valorant að stóru keppnissenunni. Grafík/Aðsend

Auðvelda leikmönnum að gerast næsta súperstjarnan

Sem leyfishafar svæðisdeildarinnar fyrir Norður-Evrópu (Polaris), er Promod vel í stakk búið til að stækka núverandi VALORANT rafíþrótta-kerfið til að koma upp Beacon, sem þjónar sem nýr vettvangur keppnisleikja svæðinu.

„Upphafið á ævintýri leikmanna í rafíþróttum hefst með litlum samfélögum sem keppa við hvort annað, og það er ennþá mikilvægur þáttur rafíþrótta,“ segir Rob Black, framkvæmdastjóri Promod Esports.

„Við erum stolt af því að vinna með Riot Games við að búa til og skipuleggja stökkpall fyrir leikmenn Norður-Evrópu, á sama tíma og við vinnum með frábærum samfélögum og núverandi mótum við að gefa leikmönnum mörg mismunandi tækifæri við að gerast næsta súperstjarnan.“

Nóg um að vera í sumar

Dreamhack Summer, frá 18. til 20. júní, og Epic36, frá 8. til 10. júlí, mun halda LAN-keppnir fyrir leikmenn til þess að búa til blöndu af leiðum til þess að safna Circuit-stigum.

Fyrsta Circuit-úrslitakeppni mun fara fram á dögunum 19. og 20. ágúst, og samanstanda af þremur deildum. Verðlaunapotturinn mun búa að 10.000 evrum, sem gera tæplega 1,4 milljónir íslenskra króna, og verður pottinum skipt á milli allra deilda.

Nánari upplýsingar um þetta má finna með því að fylgja þessum hlekk.

mbl.is