Blýantsteikning vekur athygli

Undarleg teikning eftir músahreyfingu vekur athygli.
Undarleg teikning eftir músahreyfingu vekur athygli. Skjáskot/Instagram/Moneyfn

Forvitinn tölvuleikjaspilari festir blýant á músina sína til þess að skoða músahreyfingarnar sínar í mismunandi tölvuleikjum.

Tölvuleikjaspilarinn festi blýantinn á músina með límbandi og notaðist við teikniblað sem músamottu. Þannig markaði blýanturinn hreyfingar leikmannsins á blað þegar hann spilaði tölvuleiki.

Viðkomandi tók nokkur myndbönd sem sýndu frá lokaútkomunni eftir mismunandi leikjum, þar á meðal Warzone, Minecraft, Valorant og Fortnite - en síðasta myndbandið sýnir heldur undarlegar hreyfingar músarinnar eftir að hafa spilað Fortnite.

Það gefur augaleið að viðkomandi sé að grínast, en myndbandið hefur vakið athygli á meðal netverja og notið vinsælda á samfélagsmiðlum. Hér að neðan má horfa á myndbandið.

View this post on Instagram

A post shared by Overtime Money (@moneyfn)

mbl.is