Zelda-endurgerð spilanleg í samvinnuham

Endurgerð The Legend of Zelda Ocarina of Time spiluð í …
Endurgerð The Legend of Zelda Ocarina of Time spiluð í samvinnuham. Skjáskot/YouTube/CryZENx

Endurgerð The Legend of Zelda Ocarina of Time með Unreal Engine 4 býður leikmönnum nú upp á að spila í samvinnuham.

Þó að margir aðdáendur leiksins séu nú að vinna í sinni eigin endurgerð með Unreal Engine 5, þá vinna enn margir að endurgerð leiksins í Unreal Engine 4.

YouTuberinn CryZENx birti myndband sem sýnir frá spilun leiksins í samvinnuham. Að myndbandinu að dæma virðist hamurinn virka fínt en hægt er að horfa á það hér að neðan.

mbl.is