Ólíkt nokkru öðru sem þú hefur heyrt

Chris Pratt.
Chris Pratt. AFP

Það styttist í að Super Mario-kvikmyndin verði gefin út og velta því sér eflaust margir fyrir sér hvernig Mario sjálfur mun hljóma þar sem að leikarinn Chris Pratt mun sjá um talsetningu hans. 

Stoltur af útkomunni

„Ég vann mjög náið með leikstjórunum og prófaði nokkra hluti og endaði á nokkru sem ég er mjög stoltur af, og ég get ekki beðið eftir að fólki sjái og heyri það“ sagði Pratt í viðtali hjá Variety.

Hann bætir við að hann sé að talsetja teiknimynd en ekki að leika í mynd, hann mun semsagt ekki „klæðast píparabúnig og hlaupa út um allt“. 

„Ég er að gefa teiknimyndapersónu rödd, og hún hefur verið uppfærð og ólík nokkru öðru sem þú hefur heyrt í Mario-heiminum.“

Fleiri þekktir leikarar

Super Mario myndin átti að koma út í desember en var frestað fram í apríl á næsta ári. Chris Pratt er þó ekki eini þekkti leikarinn í myndinni þar sem Jack Black talar fyrir Bowser.

Leikkonan Anya Taylor-Joy mun talsetja Princess Peach og Charlie Day leikur á móti Pratt sem Luigi.

Mario var upprunalega talsettur af Charles Martinet og mun honum einnig bregða óvænt fyrir í myndinni.

mbl.is