Íslendingar sagðir svindla mest

MIðað er við áhorf á myndbönd um hvernig megi svindla.
MIðað er við áhorf á myndbönd um hvernig megi svindla. Ljósmynd/Unsplash/Jeshoots

Íslenska þjóðin skarar enn og aftur fram úr öðrum þjóðum en í þetta skiptið tengist það tölvuleikjasvindli.

Samkvæmt lauslegri rannsókn Surfshark horfa tæplega 28 manns af hverjum 100 á Íslandi á myndbönd á netinu um hvernig megi svindla í leikjum.

Út frá þessu er ályktað að Íslendingar svindli mest í tölvuleikjum.

Niðurstöður úr rannsókn frá Surfshark sýna að Íslendingar svindli mest …
Niðurstöður úr rannsókn frá Surfshark sýna að Íslendingar svindli mest í tölvuleikjum. Grafík/Surfshark

Hæsta hlutfallið á Íslandi

Samkvæmt þessu situr Ísland efst á lista yfir hlutfall tölvuleikjasvindlara en litlu munar á Áströlum og Íslendingum.

Til samanburðar sitja Bretar í þriðja sæti á listanum með tæplega 25 einstaklinga af hverjum 100 sem horfa á svindlmyndbönd á netinu.

mbl.is