Forstjórinn vongóður um að samningar náist

Microsoft reynir að ganga frá kaupum á tölvuleikjaframleiðandanum Activision-Blizzard.
Microsoft reynir að ganga frá kaupum á tölvuleikjaframleiðandanum Activision-Blizzard. Ljósmynd/AFP

Tölvuleikjaheimurinn bíður spenntur eftir nýjum vendingum í Activision-Blizzard-málinu mikla. Microsoft hefur undanfarna mánuði reynt að ganga frá kaupum á tölvuleikjaframleiðandanum Activision-Blizzard sem framleiðir meðal annars Call of Duty-leikina en hefur mætt fyrirstöðu frá öðrum stórfyrirtækjum eins og Sony.

Skjáskot/COD

Sony telur þetta brot á samkeppnislögum að Microsoft kaupi Activision-Blizzard. Ef kaupin fara í gegn mun Microsoft eignast réttinn á öllum Call of Duty-leikjunum, World of Warcraft og Diablo. 

Ein stærstu tölvuleikjakaup sögunnar

Kaupverðið á Activision-Blizzard er 68,7 milljarðar bandaríkjadollara en nefndir innan Bandaríkjaþings, Evrópuþings og Bretlands hafa mótmælt fyrirhuguðum kaupum og koma til með að mótmæla.

Microsoft hefur gefið út í tilkynningu að kaupin munu ekki koma Sony í lélega stöðu því Sony sé of stórt fyrirtæki til þess að hrynja og kaupin muni heldur ekki koma leikjaúrvalsstöðu þeirra í lélegt horf.

Microsoft segir að Sony muni enn geta boðið viðskiptavinum sínum að kaupa Call of Duty-leiki þrátt fyrir að höfundarrétturinn fari til framleiðanda Xbox-leikjatölvunnar.

Phil Spencer.
Phil Spencer. Ljósmynd/Xbox

Phil Spencer, forstjóri tölvuleikjasviðs Microsoft, segist vongóður um að kaupin fari í gegn en viðurkenndi að ferlið taki meira á en hann átti von á. Hann læri þó helling á þessu og hlakkar til þess að taka við lyklunum að Activision-Blizzard.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert