Fræg kvikmyndapersóna á leik

Kvikmyndapersónan Iron Man fær sinn eigin tölvuleik innan tíðar.
Kvikmyndapersónan Iron Man fær sinn eigin tölvuleik innan tíðar. Mynd/EA

Kvikmyndapersónan Iron Man kannast flestir við og þekkja úr Marvel myndunum. Tölvuleikjaframleiðandinn Electronic Arts stóð fyrir svörum á Reddit-síðu sinni og kom þar í ljós að vinna væri hafin á tölvuleik sem fjallar um líf járnmannsins. 

Þarf stórt teymi

Teymið sem sér um hönnun leiksins bjó leikinn Dead Space til og hefur leikurinn fengið góðar viðtökur. Electronic Arts gaf út í september síðastliðnum að hugmyndavinna fyrir Iron Man tölvuleik væri hafin en nú er komið í ljós að vinna við leikinn er hafin. 

Teymið þarf þó að stækka við sig í þessu verkefni og vantar nokkra forritara til þess að gera leikinn að veruleika. Tölvuleikurinn verður einstaklingsmiðaður og spilarinn fær mikla upplifun að sjá sögu járnmannsins og kynnist persónuleika kvikmyndapersónunnar. 

Hægt er að niðurhala viðbót sem gerir spilurum kleift að …
Hægt er að niðurhala viðbót sem gerir spilurum kleift að prófa Iron Man. Skjáskot/GTA5

Hugmyndin af leiknum kviknaði þegar óháðir forritarar bjuggu persónuna til í vinsæla tölvuleiknum Grand Theft Auto og spilarar skemmtu sér við það að fljúga um kortið sem járnmaðurinn. Ekki er komin dagsetning á útgáfu leiksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert