Ný sýndarveruleikagleraugu frá Facebook

Sýndarveruleikagleraugun Meta Quest 3 koma á markað í haust.
Sýndarveruleikagleraugun Meta Quest 3 koma á markað í haust. Skjáskot/Meta

Ný útgáfa af sýndarveruleikagleraugunum Meta Quest eru á leiðinni og munu þau kosta um 70.000 krónur. Ekki er búið að birta tækniupplýsingar gleraugnanna en Meta gaf út að nýju gleraugun, Quest 3, muni vera um 40% þynnri en fyrri kynslóð, þægilegri, betri skjár og hærri gæði.

Einnig verður hægt að spila alla leiki sem gerðir hafa verið fyrir Quest 2 á nýju Quest 3 gleraugunum. Quest 3 mun styðja sýndarveruleika Meta en það gerir einstaklingum kleift að eiga í samskiptum við sýndarveruleikaumhverfi og aðra einstaklinga í gegnum gleraugun.

Meta kynnti einnig til leiks nýjar fjarstýringar, Quest 3 Touch Plus, en fjarstýringarnar eiga vera þægilegri fyrir spilara. 

mbl.is