Stærsta tap Bæjara í rúma fjóra áratugi

Þetta voru lokatölur í Mönchengladbach í kvöld.
Þetta voru lokatölur í Mönchengladbach í kvöld. AFP

Þýskalandsmeistarar Bayern München eru úr leik í þýsku bikarkeppninni í knattspyrnu karla eftir 0:5 stórtap gegn Borussia Mönchengladbach í 32-liða úrslitum keppninnar í kvöld.

Bæjarar sáu ekki til sólar í Mönchengladbach í kvöld og voru lentir 0:3 undir eftir aðeins 21. mínútu leik.

Tvö mörk frá Ramy Bensebaini og eitt frá Manu Koné sáu til þess að Þannig stóðu leikar í hálfleik.

Breel Embolo bætti svo við tveimur mörkum áður en klukkutími var liðinn af leiknum og þar við sat.

Um er að ræða stærsta tap Bayern í sögu félagsins í þýsku bikarkeppninni og stærsta tap þess í 43 ár, þegar liðið tapaði 1:7 fyrir Fortuna Düsseldorf í þýsku 1. deildinni árið 1978.

Stærsta tapið í sögu félagins er 0:7 gegn Schalke á heimavelli í 1. deildinni árið 1976.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert