Tröllaþrenna í Grindavík

Sanja Orozivic átti sannkallaðan stórleik í Grindavík í kvöld.
Sanja Orozivic átti sannkallaðan stórleik í Grindavík í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sanja Orozovic átti ótrúlegan leik fyrir Fjölni þegar liðið vann öruggan sigur gegn Grindavík í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Subway-deildinni, í HS Orku-höllinni í Grindavík í þrettándu umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með 111:96-sigri Fjölnis en Orozovic skoraði 44 stig í leiknum tók fimmtán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar.

Fjölnir byrjaði leikinn betur en Grindavík tókst að snúa leiknum sér í vil í öðrum leikhluta og var staðan 46:43 í hálfleik, Grindavík í vil.

Fjölnir leiddi með fjórum stigum fyrir fjórða leikhluta, 80:76, og Grindavík tókst ekki að snúa leiknum sér í vil í fjórða leikhluta.

Iva Bosnjak skoraði 29 stig fyrir Fjölni og tók sjö fráköst og Dagný Lísa Davíðsdóttir skoraði 23 stig og tók þrettán fráköst.

Hekla Eik Nökkvadóttir var stigahæst Grindvíkinga með 24 stig, sjö fráköst og tíu fráköst og Robbi Ryan skoraði 22 stig og tók níu fráköst.

Fjölnir er með 16 stig í öðru sæti deildarinnar en Grindavík er í því sjötta með 6 stig. 

Gangur leiksins:: 6:6, 13:12, 17:21, 20:27, 26:29, 35:34, 42:37, 46:43, 54:50, 63:58, 70:72, 76:80, 76:87, 82:96, 91:104, 96:111.

Grindavík: Hekla Eik Nökkvadóttir 24/7 fráköst/10 stoðsendingar, Robbi Ryan 22/9 fráköst/5 stoðsendingar, Hulda Björk Ólafsdóttir 13, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 10, Arna Sif Elíasdóttir 8/4 fráköst, Edyta Ewa Falenzcyk 7/11 fráköst/5 stoðsendingar, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 6/4 fráköst, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 6.

Fráköst: 28 í vörn, 12 í sókn.

Fjölnir: Sanja Orozovic 44/15 fráköst/11 stoðsendingar, Iva Bosnjak 29/7 fráköst/6 stoðsendingar, Dagný Lísa Davíðsdóttir 23/13 fráköst, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 12/5 stoðsendingar, Margret Osk Einarsdottir 3.

Fráköst: 31 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Jakob Árni Ísleifsson, Birgir Örn Hjörvarsson.

Áhorfendur: 30

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert