c

Pistlar:

21. maí 2018 kl. 10:10

Ketill Sigurjónsson (hreyfiafl.blog.is)

Bætt nýting orku­kerfisins með betra flutningskerfi

Veru­legt átak þarf til að bæta flutn­ing og dreif­ingu á raf­orku um landið og Lands­net þarf að byggja upp traust gagn­vart því að velja réttu leið­ina fyrir nýj­ar há­spennu­lín­ur. Þetta er álit for­stjóra Lands­virkj­unar (LV) og kom ný­ver­ið fram í við­tali á morgun­út­varpi RÚV, en LV er ein­mitt lang­stærsti eig­andi Lands­nets. Við sama tæki­færi sagði for­stjóri LV að leita þurfi leiða til að setja há­spennu­lín­ur í meira mæli í jörð og veita Lands­neti auk­ið kostn­að­ar­svig­rúm. Enda eru jarð­streng­ir oft­ast dýr­ari kost­ur en loft­línur.

Þessi áhersla LV á bætt flutn­ings­kerfi raf­magns á Ísl­andi kem­ur ekki á óvart. Með bættu flutn­ings­kerfi myndi nýt­ing raforku­ker­fis­ins verða betri og kerf­ið skila meiri hag­kvæmni. Þess­ari auknu hag­kvæmni má skipta í tvo megin­flokka:

  1. Annars vegar stuðlar bætt flutn­ings­kerfi að því að gera kleift að koma meiru af raf­orku frá nú­verandi virkj­un­um til not­enda. Besta dæm­ið um þetta snýr senni­lega að hinni nýju Þeista­reykja­virkjun. Þar hyggst kísil­ver PCC á Bakka við Húsa­vík nota um 60 MW af heild­ar­afli virkj­un­ar­inn­ar sem er alls 90 MW. Þarna verður tals­vert afl sem ekki mun nýt­ast mið­að við nú­ver­andi flutn­ings­getu. Nú­ver­andi há­spennu­lín­ur frá Þeista­reykja­virkjun myndu t.a.m. ekki ráða við að flytja um­tals­vert aukið magn raf­orku til ál­vers­ins á Reyð­ar­firði, loðnu­verk­smiðja á Aust­ur­landi né til Eyja­fjarð­ar­svæðis­ins.

  2. Hins vegar stuðlar bætt flutn­ings­kerfi að því að unnt yrði að nýta hag­kvæm­ustu orku­kost­ina við bygg­ingu nýrra virkj­ana. Þar má t.d. nefna mögu­leik­ann á að byggja s.k. Blöndu­veitu. Með henni væri unnt að auka raf­orku­fram­leiðsl­una í Blöndu veru­lega með hag­kvæm­um hætti. En eins og stað­an er núna væri ekki unnt að koma raf­ork­unni það­an til þeirra svæða þar sem eftir­spurn­in er. Enn er óvíst hvenær Lands­net nær að mæta flutn­ings­þörf þess­arar hag­kvæmu virkj­un­ar­fram­kvæmdar.

Einnig þarf að huga að styrk­ingu flutn­ings­kerf­is­ins til að geta nýtt þann orku­kost sem nú er að verða ódýr­ast­ur. Sem er vind­orkan. Þar fer kostn­að­ur­inn jafnt og þétt lækk­andi og er nú svo kom­ið að raf­orku­fram­leiðsla af því tagi (í sam­spili við nú­ver­andi vatns­afls­kerfi) gæti mætt auk­inni raf­orku­þörf á Ísl­andi með afar hag­kvæm­um hætti. Fyr­ir vik­ið má vænta þess að Lands­net sé far­ið að skoða hvar lík­leg­ast sé að stór­ir vind­myllu­garð­ar komi til með rísa hér.

Höfundur starfar sem ráðgjafi á sviði orkumála og vinnur m.a. að vindorkuverkefnum í samstarfi við evrópskt orkufyrirtæki. 

Ketill Sigurjónsson

Ketill Sigurjónsson

Höfundur starfar sem ráðgjafi á sviði orkumála og vinnur að orkuverkefnum í samstarfi við evrópskt vindorkufyrirtæki.

Meira