c

Pistlar:

18. október 2018 kl. 0:05

Már Wolfgang Mixa (marmixa.blog.is)

Það ríkir enn 2007 ISK

Ég skrifaði fyrir tæpum tveimur árum síðan greinina 2007 ISK. Þar benti ég á að að teknu tilliti til gengi íslensku krónunnar gagnvart þeirri dönsku (sem er beintengd evrunni), verðbólgu í Danmörku og launavísitölunnar á Íslandi þá væri danska krónan ódýrari fyrir Íslendinga heldur en hún var árið 2007 þegar að allt lék í lyndi hér, á yfirborðinu í það minnsta.

Augljóst var að ég taldi að íslenska krónan gæti hæglega gefið eftir. Eftir fall íslensku krónunnar síðustu vikur, og sérstaklega daga, þá gætu margir talið að nú loks hafi sú stund runnið upp. Það er öðru nær. Við lifum enn í 2007 ISK raunveruleika. Sumt fólk var einfaldlega farið að venjast enn frekari styrkingu á ISK. Það voru hins vegar ótal mörg teikn á lofti um að slíkt gengi ekki til lengdar sem ég ætla ekki að endurtaka hérna.

Ég uppfærði útreikninga mína í dag samkvæmt sömu forsendum að ofan. Miðað við þær þá kostar það okkur Íslendinga um 3% meira að kaupa danskar krónur nú en þegar ég skrifaði grein mína í nóvember 2007. Í millitíðinn hafði sá kostnaður hins vegar lækkað um 7-8%. Danska krónan er fyrir Íslendinga þó enn um það bil 10% ódýrari núna en hún var árið 2007. 

MWM

Már Wolfgang Mixa

Már Wolfgang Mixa

Lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík.

Stýrði rannsóknum á fjárfestingum sparisjóðanna við gerð Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og örsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, 2013-2014.

Meðdómari í tveimur veigamiklum málum tengd fjármálahruni Íslands.

Einn af höfundum "Costco skýrslunnar" í samstarfi við Zenter rannsóknir.

Starfaði í 15 ár í íslenskum bönkum og sparisjóðum sem forstjóri, yfirmaður verðbréfasviðs, við lausafjárstýringu, eigin viðskipti (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), sjóðastýringu (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), eignastýringu, FX, miðlun verðbréfa, uppsetningu séreignalifeyrissparnaðar, uppsetningu millibankaviðskipta, uppsetningu erlendra verðbréfaviðskipta og greiningu á fjárfestingakostum.

PhD Business Administration - Háskólinn í Reykjavík 2016

MSc Fjármál fyrirtækja - Háskóli Íslands 2009

B.S.B.A. Finance - University of Arizona 1994

B.A. Philosophy - University of Arizona 1994

Löggiltur verðbréfamiðlari - USA 1996 og Ísland 2001

Greinasafn - http://www.slideshare.net/marmixa

Besta ráðgjöfin: "When there is a stock-market boom, and everyone is scrambling for common stocks, take all your common stocks and sell them. ... No doubt the stocks you sold will go higher. Pay no attention to this -- just wait for the (recession), which will come sooner or later. When this (recession) -- or panic -- becomes a national catastrophe ... buy back the stocks. No doubt the stocks will go still lower. Again pay no attention. Wait for the next boom. Continue to repeat this operation as long as you live, and you'll have the pleasure of dying rich." Fred Schwed, 1940
Meira