c

Pistlar:

9. desember 2020 kl. 15:02

Már Wolfgang Mixa (marmixa.blog.is)

Íbúðalán jafn "dýr" og ríkisbréf

Dagurinn í dag er einstakur í sögu fjármála á Íslandi og jafnvel þó að víðar væri leitað. Ávöxtunarkrafa í lengsta flokki óverðtryggðra ríkisbréfa (miðað við kaupkröfu á RB31)er þegar þetta er skrifað 3,30% samkvæmt upplýsingum á síðunni keldan.is. Þetta er sama prósenta og vaxtakjörin sem fólki býðst hjá Landsbanka Íslands svo lengi sem að lánshlutfallið fari ekki yfir 70%.  

Það kostar með öðrum orðum íbúðaeigendum jafn mikið að fjármagna hús sín og ríkinu að fjármagna rekstur sinn. Hægt er jafnvel að halda því fram að ríkið fjármagni sig á hærri vaxtakjörum því að gjalddagi ríkisbréfa er eftir 11 ár en húsnæðislán greiðast upp á líftíma sem er almennt töluvert lengri. Almennt hækkar ávöxtunarkrafan eftir því sem að líftími lána lengist. Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa með gjalddaga árið 2028 er til að mynda um það bil 0,15% lægri. Almenn fjármálafræði gera ráð fyrir að ríkisbréf beri lægstu ávöxtunarkröfuna á hverjum markaði og svo bætist við áhættuálag miðað við lánshæfni skuldara. Í dag er hún samkvæmt ofangreindu ekki til staðar og er jafnvel neikvæð á Íslandi.

Því er ekki hægt að segja annað en að vaxtakjör íbúðalána á Íslandi séu einstaklega góð. Margir, ég þar á meðal, hafa bent á síðustu ár að vaxtakjör á Íslandi séu allt of há. Í dag á slíkt alls ekki við. 

MWM

Már Wolfgang Mixa

Már Wolfgang Mixa

Lektor í fjármálum við Háskóla Íslands.

Nýlegar greinar:

Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst - https://www.dropbox.com/s/82in2fz3uzcll7w/tvisynileiki%20og%20upplifun%20leigenda.pdf?dl=0

Nations of Bankers & Brexiteers - https://journals.sagepub.com/doi/epub/10.1177/03063968211033525

Stýrði rannsóknum á fjárfestingum sparisjóðanna við gerð Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og örsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, 2013-2014.

Lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík (2015-2022).

Meðdómari í tveimur veigamiklum málum tengd fjármálahruni Íslands.

Einn af höfundum "Costco skýrslunnar" í samstarfi við Zenter rannsóknir.

Starfaði í 15 ár í íslenskum bönkum og sparisjóðum sem forstjóri, yfirmaður verðbréfasviðs, við lausafjárstýringu, eigin viðskipti (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), sjóðastýringu (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), eignastýringu, FX, miðlun verðbréfa, uppsetningu séreignalifeyrissparnaðar, uppsetningu millibankaviðskipta, uppsetningu erlendra verðbréfaviðskipta,uppsetningu verðbréfafyrirtækja, og greiningu á fjárfestingakostum.

PhD Business Administration - Háskólinn í Reykjavík 2016

MSc Fjármál fyrirtækja - Háskóli Íslands 2009

B.S.B.A. Finance - University of Arizona 1994

B.A. Philosophy - University of Arizona 1994

Löggiltur verðbréfamiðlari - USA 1996 og Ísland 2001

Greinasafn - http://www.slideshare.net/marmixa

https://www.researchgate.net/profile/Mar_Mixa

Besta ráðgjöfin: "When there is a stock-market boom, and everyone is scrambling for common stocks, take all your common stocks and sell them. ... No doubt the stocks you sold will go higher. Pay no attention to this -- just wait for the (recession), which will come sooner or later. When this (recession) -- or panic -- becomes a national catastrophe ... buy back the stocks. No doubt the stocks will go still lower. Again pay no attention. Wait for the next boom. Continue to repeat this operation as long as you live, and you'll have the pleasure of dying rich." Fred Schwed, 1940

Meira