Raunveruleikastjarna lenti í hremmingum á Íslandi

Kailyn Lowry er stödd á Íslandi.
Kailyn Lowry er stödd á Íslandi. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan Kailyn Lowry er stödd hér á Íslandi um þessar mundir. Hún líkt og flestir hér á landi hefur þurft að glíma við íslenska veturinn. 

Lowry og vinir hennar lentu út af veginum á Suðurlandi í gær og þurftu á aðstoð að halda við að koma sér aftur upp á veginn. Á Instagram segir hún að fólk hér á Íslandi sé mun vingjarnlegra en í Bandaríkjunum. 

Lowry gengur nú með sitt fjórða barn en hún er einstæð og ekki í miklum samskiptum við barnsföður sinn. Hún er hvað best þekkt fyrir að taka þátt í raunveruleikaþáttum en hún öðlaðist frægð í gegnum þættina Teen Mom 2.

Í dag nýtir hún sér frægð sína á Instagram til að afla sér tekna en hún á einnig hárvörufyrirtækið Pothead Haircare.

Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
mbl.is