Tvær nætur á 750 þúsund á Stjörnustríðshóteli

Stjörnustríðsaðdáendur.
Stjörnustríðsaðdáendur. mbl.is/Eggert

Bandaríska stórfyrirtækið Disney opnar hótel fyrir aðdáendur Stjörnustríðs kvikmyndanna árið 2022. Hótelið verður hið glæsilegasta og ekkert til sparað. Reiknað er með því að tveggja nátta dvöl á hótelinu muni kosta aðdáendur Hans Óla, Loðins og Obi-Wans Kenobis rúmlega 750 þúsund krónur. 

Disney-samsteypan hefur gefið það út að það verði aðeins boðið upp á tveggja nátta upplifun. Innifalið í upplifuninni eru stanslaus skemmtiatriði, þar sem leikarar verða í hlutverki sögupersóna úr Stjörnustríðinu, matur, drykkir og geislasverð. Í maí birti Disney myndband á Youtube af eftirlíkingu af geislasverði sem hótelgestir fá að meðhöndla.

Hótelið er í Galaxy Edge-garðinum í Disneylandi á Flórídaskaga. Galaxy Edge-garðurinn er skemmtigarður tileinkaður Stjörnustríðsmyndunum. 

CNN

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert