Forsprakki Jamiroquai sást á Feneyjum

Manst þú eftir Jay Kay?
Manst þú eftir Jay Kay? Skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Jay Kay, forsprakki hljómsveitarinnar Jamiroquai, sást nýverið njóta lífsins í höfuðborg Venetó-héraðsins á Norðaustur-Ítalíu ásamt eiginkonu sinni, Mariu. Hjónin skildu dætur sínar eftir heima og eru stödd í rómantísku foreldrafríi á Feneyjum.

Jay Kay, 53 ára, virtist vera önnum kafinn við að taka myndir af fegurð hafnarborgarinnar á meðan hjónin gengu um sögufrægar götur hennar og sigldu um síkin. 

Hljómsveitin Jamiroquai sló heldur betur í gegn árið 1996 með lagi sínu Virtual Insanity, en flestallir 90's krakkarnir tóku sporið við það á skólaballinu. Hljómsveitin er ennþá starfandi og í fullu fjöri en félagarnir eru á leið til Frakklandis, Ástralíu og Spánar á næstu mánuðum. 

mbl.is